JTverk logo

LAUS STÖRF

SÆKTU UM STARF

"Treyst þeim 100% fyrir þeim verkefnum sem hafa verið."

Þarfaþing hefur nýtt sér þjónustu JT Verks á sviði verkefnastjórnunar í mörgum stórum verkefnum. Eggert Jónsson, framkvæmdastjóri Þarfaþings segir að um ánægjulegt samstarf milli fyrirtækjanna sé að ræða og að hann hafi geta treyst JT Verk 100% fyrir þeim verkefnum sem það hefur tekið sér fyrir hendur.

SUMARSTARFSMAÐUR

JT Verk leitar að öflugum starfsmanni til starfa yfir sumartímann að ýmsum framkvæmdaverkefnum. Fjölmörg skemmtileg og krefjandi verkefni framundan.


Helstu verkefni geta verið:

•Aðstoð við verkefnastjóra í verkefnum

• Umsjón og/eða aðstoð  við gerð og eftirfylgni kostnaðar- og verkáætlana

• Umsjón og/eða aðstoð við samningagerð við verkkaupa, birgja og undirverktaka

• Umsjón og/eða aðstoð við hönnunarstýringu í verkefnum

• Umsjón og/eða aðstoð við rekstur gæða- og öryggismála í verkefnum

• Þátttaka í að móta ungt fyrirtæki til vaxtar

 

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Háskólanemar á sviði byggingarverkfræði eða tæknifræði

• Rík þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu

• Lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi

• Frumkvæði, jákvæðni, heiðarleiki og metnaður í starfi

• Mjög góð tölvukunnátta er skilyrði

 

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsóknarfrestur er til og með 7. mars nk. og skulu umsóknir fylltar út í gegnum Alferð.


UM JT Verk

JT Verk er vaxandi alhliða ráðgjafafélag í stjórnun og umsýslu á framkvæmda markaðinum á Íslandi. JT Verk veitir fjölbreytta þjónustu á sviði verkefna og hönnunarstjórnunar í einkageiranum sem og í hinum opinbera geira. Hjá fyrirtækinu í dag starfar fjöldi tæknifólks með langa og fjölbreytta reynslu úr frakmvæmdur hérlendis sem og erlendis. Vöxtur JT Verk hefur verið töluverður undanfarin ár og útlitið er bjart um enn frekari vöxt.

SÆKJA UM

Þetta er JT Verk

JT Verk er ráðgjafafélag í framkvæmdageiranum. Félagið hefur á nokkrum árum skapað sér sérstöðu á sínu sviði, að veita sérhæfða þjónustu á sviði framkvæmda, ráðgjafar og verkefnastjórnunar ýmiskonar framkvæmdaverkefna.


Starfsfólk JT Verk búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu, auk mikillar reynslu úr framkvæmdageiranum. Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð, gott utanumhald og eftirfylgni með öllum verkefnum.




STARFSFÓLK

Starfsfólk okkar býr yfir þekkingu og reynslu til að stýra verkefnum í höfn.

Starfsfólk okkar býr yfir þekkingu og reynslu til að stýra verkefnum í höfn.

FYLLA ÚT ALMENNA UMSÓKN (ekki auglýst sumarstarf)

Share by: