JTverk logo

TÆKNI

Hvar sem verkefnið er statt komum við með lausnir sem fá hjólin til að snúast. 

Holo Builder

360° myndtækni

ÞJONUSTA
Hvar sem verkefnið er statt komum við með lausnir sem fá hjólin til að snúast. 
  • Myndatækni sem tekur 360°myndir
  • Hægt að bera saman stöðu verks í  mismundandi fösum
  • Saga verkefnis verður vistuð á skilmerkan hátt
  • Hægt að bera myndir við 3d módel
  • Mjög hentugt á fjarfundum o.þ.h.
  • Hægt að bera saman BIM módel og raun stöðu verkefnis

       Skilvirk útboðsferli 

Við bjóðum út verkin, metum tilboðin og hæfi fyrirtækjanna út frá ströngustu viðmiðum og sjáum til þess að það tilboð sem verður fyrir valinu samræmist hugmyndum um verð, gæði og tímaramma. 

Áætlanagerð

Að baki vel heppnuðum framkvæmdum sem lýkur á réttum tíma og og innan kostnaðarrammans býr mikil og gagnger skipulagsvinna. Við sérhæfum okkur í gerð áætlana og framfylgd þeirra. Þar má nefna innkaupaáætlun, tímaáætlun, fjárhagsáætlun, verkáætlun o.s.frv. 

Reglulegt yfirlit yfir stöðuna

Við leggjum ríka áherslu á að halda öllum upplýsingum uppfærðum og verkkaupanum vel upplýstum um stöðu verkefnisins. Það einfaldar ákvörðunartöku og heldur öllum sem að verkefninu koma á tánum. 

Virkt eftirlit

Með virku eftirliti fæst skýr mynd af framvindu verkefna. Þannig má sjá vandamálin fyrir og mæta þeim með snjöllum og hagkvæmum lausnum. Virkt eftirlit skilar sér einnig í bættu öryggi, betri yfirsýn og meiri gæðum.  

Gæðaeftirlit

Við störfum alltaf samkvæmt ströngustu viðmiðum um gæði og tryggjum að gæðakröfur verkefnisins séu uppfylltar. Með öflugu gæðaeftirliti má koma í veg fyrir dýrkeypt mistök og galla í framleiðslu, sem valda töfum og kostnaðaraukningu.

Örugg hagsmunavarsla

Sem faglegur fulltrúi verkkaupans gætum við hagsmuna hans í hvívetna, hvort sem það er gagnvart byggingaryfirvöldum, hönnuðum, iðnmeisturum eða öðrum sem koma að verkefninu. Liður í því er að minnka sóun á tíma og efni á verkstað.

Áhættugreiningar og öryggismál

Við leggjum áherslu á að fyllsta öryggis sé gætt í öllum okkar verkefnum. Við gerum úttektir á öryggismálum á verkstað auk víðtækrar áhættugreiningar fyrir framkvæmdina í heild þar sem við beitum viðurkenndum aðferðum við að meta áhættur og stjórna þeim.

Heilsu - og umhverfisvernd

Við sköpum vinnuumhverfi þar sem allir leggjast á eitt að gæta eigin heilsu og annarra og kjósum snjallar, umhverfisvænar lausnir svo umhverfisáhrif verkefna verði sem minnst.
Svg Vector Icons : http://www.onlinewebfonts.com/icon

Útboð til arkitekta og hönnuða 

Áratuga reynsla okkar gefur okkur forskot í að finna rétta fólkið til að teikna, hanna og útfæra stórar hugmyndir. Við mat hæfis fyrirtækja og tilboða frá þeim göngum við ávallt út frá ströngustu viðmiðum um gæði og öryggi og gætum þess að tilboðin samræmist fjárhagsáætlun og tímaramma.

Skilvirkt hönnunarferli

Við skipuleggjum og höfum umsjón með öllum þeim þáttum sem viðkoma hönnun og gerð teikninga. Við sjáum til þess að þverfaglegt ferli hönnunarinnar í heild gangi greiðlega fyrir og lágmörkum sóun með aðferðum straumlínustjórnunar.

Gerð hönnunaráætlunar

Góð hönnunaráætlun flýtir fyrir hönnuninni. Við greinum þarfir verkefnisins og brjótum hönnunarferlið niður í fasa, skipuleggjum hvern fasa fyrir sig og áætlum tíma í alla verkþætti þar sem hvert smáatriði skiptir máli. 

Rýni og skil gagna

Með reynsluna að vopni rýnum við gaumgæfilega í öll gögn og og gætum þess að þau standist reglur (t.d. hvort samræmi sé á milli arkitektúrs og burðarvirkja) og að hönnunin sé framkvæmanleg innan tímaramma og kostnaðaráætlunar. Auk þess höldum við utan um öll nauðsynleg skil á gögnum til opinberra aðila vegna leyfisveitinga og annarra mála. 

Almenn aðstoð við framkvæmdir

Hvar sem verkefnið er statt og hverjar sem þarfirnar eru getum við komið að borðinu með haldbærar lausnir sem fá hjólin til að snúast. Með því að horfa heildrænt á verkefnin finnum við bestu leiðirnar að takmarkinu og vinnum gegn óþarfa töfum og sóun á tíma og fjármagni.

Þarfagreining

Með því að spyrja réttu spurninganna hjálpum við viðskiptavinum okkar að skilgreina markmið og væntingar, drögum fram þær upplýsingar sem fyrirhuguð framkvæmd mótast af og setjum þær fram á skipulagðan og aðgengilegan máta.

Verkáætlanir

Svo framkvæmdir og framleiðsluferli gangi upp þarf verkáætlunin að stuðla að skilvirkni og vera bæði ýtarleg og sveigjanleg. Sérfræðingar okkar skipuleggja verkþætti og áætla tíma þeirra af nákvæmni og raunsæi sem byggir á áratuga reynslu af byggingarframkvæmdum.
Share by: