JTverk logo

Verkefnin okkar talar sínu máli

Verkefni



2021 - 2023

Kuggavogur 26

Verkefni: Bygging á 16 íbúðum.

Hlutverk: Þróun

16 glæsilegar og vel skipulagðar íbúðir. Íbúðirnar eru 2ja til 3ja herbergja,g stærð íbúða er frá 75 til 108 m2 með geymslu í kjallara. Auk þess eru fjögur atvinnubil á stærðinni 35m2 til 43 m2.


Stutt er í leik- og grunnskóla og í alla þjónustu í Vogabyggð og í Vogahverfi.



2018 - 2023

Nónhæð

Verkefni: Bygging á 140 íbúðum

Hlutverk: Byggingarstjórnun, hönnunarstjórnun  og verkefnastjórnun

Á Nónhæð í Kópavogi stendur til að reisa þrjár byggingar með samtals 140 íbúðum sem ætlað er að uppfylla allar helstu kröfur nútímans um þægindi. Fá svæði á höfuðborgarsvæðinu státa af fallegra útsýni, m.a. yfir Bessastaði, Álftanes og Arnarnes til vesturs, Garðabæ og fjöllin á Reykjanesi til suðurs og Vífilfell og Bláfjöll til austurs.



Til norðurs munu svo íbúar Nónhæðar fylla útsýnisglugga sína af drottningu íslenskra fjalla, Esjunni sjálfri með Móskarðshnjúkum henni til fulltingis.

2017 - 2020

Dalskóli

Verkefni: Nýr skóli í Reykjaví 
Hlutverk: Verkefnastjórnun
2018 - 2021

Marriot Reykjavik

Verkefni: Bygging á 250 herbergja hóteli
Hlutverk: Tæknileg aðstoð við verktaka
2018 - 2019

Urriðarholtsstræti

Verkefni: Nýbygging 
Hlutverk: Verkefnastjórnun
2017 - 2018

Sundlaug Garðabæjar

Verkefni: Endurnýjun á sundlaug
Hlutverk: Framkvæmdaráðgjöf
2018 - 2019

Ibúðarhúsnæði

Verkefni: 100 m2 viðbygging
Hlutverk: Verkefnastjórnun og verktaka
2017 - 2018

Hakið Þingvellir

Verkefni: Nýbygging
Hlutverk: Framkvæmdaráðgjöf og verktaka

2020 - 2021

Bjarkardalur 16-26

Verkefni: Nýbygging í Njarðvík

Hlutverk: Þróun

Fyrir stendur bygging á 12 íbúðum í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í innri Njarðvík. Íbúðirnar eru vel skipulagðar 50-80 m2 að stærð. Staðsetning íbúðanna er mjög góð. Nýr skóli, sundlaug ofl. sem nú eru í byggingu eru í næsta nágrenni við íbúðirnar. Áætluð afhending er seinnihluti 2020.


2019 - 2021

Sky Lagoon

Verkefni: Þróun og nýbygging á baðlóni á Kársnesi

Hlutverk: Byggingarstjórnun, Framkvæmdaráðgjöf, Verkefnastjórnun

Nýtt baðlón rís vestast á Kársnesi í Kópavogi. Um er að ræða eina af stærsu framkvæmdum í ferðaþjónustu síðustu ára. Innblástur arkitekst er í íslenska menningu og náttúru. Þar má helst nefna kalda kerfið sem er hannað í anda Snorralaugar í Reykholti.


Baðlónið verður um með 70 metra löngum óendanleikakanti sem gefur gestum þá tilfinningu að lónið sameinist við sjóinn þegar horft er úr lóninu. Eitt helsta aðdráttarafl lónsins er Sky Ritúal meðferð. Sú meðferð inniheldur kalda laug, þurrgufu, kalda mistur sturtu og blautgufu.


2018 - 2020

Marriot Reykjavík

Verkefni: Nýtt hótel í miðbæ Reykjavíkur

Hlutverk: Framkvæmdaráðgjöf (Tæknileg aðstoð við verktaka)

Harpan hefur fest sig í sessi sem eitt þekktasta kennileiti Reykjavíkurborgar þar sem fram fara mikilvægir viðburðir og ráðstefnur allt árið um kring. Það fór því vel á því að byggja hótel henni við hlið. Hótelið verður hluti af EDITION keðju Marriott International en EDITION hótelin þykja bera af í hönnun og þægindum og hafa verið kölluð næsti kaflinn í sögu lífsstílshótela í heiminum. Á Marriot munu gestir geta notið einstaks útsýnis yfir Esjuna og höfnina í Reykjavík í grennd við iðandi líf miðbæjarins. Herbergin verða 250 auk veitingahúss, bara, fundaherbergja, danssals og fleira. Rekstur hótelsins mun skapa fleiri en 200 ný störf í Reykjavík og er áætlað að hann hefjist á árinu 2020


2018 - 2021

Hótel Reykjavík

Verkefni: Nýbygging 

Hlutverk:  Framkvæmdaráðgjöf

Á reitnum, þar sem hús Íslandsbanka var til margra ára, mun rísa 125 herbergja hótel, auk veitingastaðar og verður allur aðbúnaður fyrsta flokks. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós mannvirki frá 10 öld. Gestir hótelsins munu því geta skyggnst inn í fortíðina meðan á dvöl þeirra stendur. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið árið 2020.


2019 - 2020

Gerplustræti 7-11

Verkefni: Nýbygging á 25 ibúðum 

Hlutverk:  Byggingarstjórnun og verkefnastjórnun

Gerplustræti 7-11 er fjöleignarhús með 25 íbúðum. JT Verk tók við verkefnis- og byggingarstjórn í lok árs 2019, en húsið var þá uppsteypt.


JTVerk gerði ítarlegar gæðaúttektir, uppfærði verk- og kostnaðaráætlanir og gerði samninga við undirverktaka. Verkstjórn á staðnum er í höndum JT Verk.


Stefnt er á að klára verkefnið um mitt sumar 2020.


2017 - 2020

Dalskóli

Verkefni: Nýr skóli í Reykjavík

Hlutverk: Verkefnastjórnun

Dalskóli er í Úlfarsárdal í Reykjavík. Fyrsti áfangi var leikskólinn en hann var tekinn í notkun í ágústlok 2016 og þá fyrst um sinn notaður fyrir grunnskólanema. Stærð leikskólans er 819 fermetrar og er lóðin við hann einnig frágengin.


Annar áfangi er 5.194 m2 bygging fyrir grunnskóla og frístundaheimili. Fyrsti hluti grunnskólans var tekinn í notkun haustið 2018, en áformað er að grunnskólinn verði allur tekinn í notkun haustið 2019. Um er að ræða tvo áfanga í byggingakeðju sem liggur meðfram Úlfarsbraut.


2019

Vefarastræti 40-44

Verkefni: Bygging á 32 íbúðum 

Hlutverk:  Byggingarstjórnun og verkefnastjórnun

Í Mosfellsbæ er fjöleignarhús sem myndar eina samstæða heild. Húsið skiptist í þrennt með stigakjörnum sem eru þriggja hæða með samanlagt 32 íbúðir.



JT Verk tók við verkefnis- og byggingarstjórn á 32 íbúða fjölbýlishúsi að Vefarastræti 40-44 um mitt ár 2019, en verkefnið var þá á lokametrunum.


Gerðar voru ítarlegar gæðaúttektir og kostnaðar- og verkáætlanir uppfærðar. Verkefnið var klárað í lok árs 2019 og allar íbúðir eru nú seldar.

2020 - 2021

Bjarkardalur

Verkefni: Nýbygging í Njardvík
Hlutverk: Þróunarverk eigið verkefni
2019

Vefararstræti 40-44

Verkefni: Bygging á 32 ibúðum
Hlutverk: Byggingarstjórnun og verkefnastjórnun

2018 - 2020

Sléttuvegur

Verkefni:  Nýbygging

Hlutverk:  Verkefnastjórnun 

Nú stendur yfir bygging hjúkrunarheimilis, þjónustumiðstöðvar og leiguíbúða fyrir aldraða við Sléttuveg í Fossvogsdal. Á hjúkrunarheimili Hrafnistu verða rúmgóð einstaklingsrými fyrir 99 íbúa ásamt setustofum, matsal og aðstöðu þar sem innangengt verður í þjónustumiðstöðina. Gert er ráð fyrir að heimilið taki til starfa á seinni hluta árs 2019.


2018 - 2019

Urriðaholtsstræti

Verkefni: Nýbygging á 25 ibúðum 

Hlutverk:  Byggingarstjórnun og verkefnastjórnun

Þarfaþing hf. sá um að reisa 12 íbúða fjölbýlishús í Urriðaholtsstræti 28, Garðabæ. Urriðaholt er nýtt hverfi í Garðabæ með einstakt útsýni til allra átta. Urriðaholt byggir á hugsjón um að íbúabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólksins sem þar býr í sátt við náttúruna í kring og umhverfið allt.


Urriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortna náttúru og góðar samgönguæðar sem stytta leiðir í allar áttir.


2017 - 2018

Sundlaug Garðabæjar

Verkefni: Endurnýjun á sundlaug

Hlutverk: Framkvæmdaráðgjöf

Sundlaug Garðabæjar hefur verið endurnýjuð og tekin í notkun. Öll yfirborðsefni á baðklefum og sundlaug hafa verið endurnýjuð. Nýir heitir pottar hafa verið byggðir með nuddstútum undir yfirborðinu, nýr kaldavatnspottur var byggður sem og vað-og setlaug með barnarennibraut. Gufubaðið hefur verið endurnýjað og nýjar útisturtur settar upp fyrir utan. Allar sturtur hafa verið endurnýjaðar. Útiklefar hafa verið endurnýjaðir og í inniklefum karla og kvenna eru nýir klefar fyrir fatlað fólk.


2017 - 2018

Hakið Þingvellir

Verkefni: Nýbygging

Hlutverk: Framkvæmdarágjöf og verktaka

Gestastofa þjóðgarðsins á Þingvöllum á Hakinu var reist árið 2002 og var 212 m². Nýbyggingin vestan við núverandi gestastofu og tengigangur milli þeirra er um 1.057 m².


Í nýbyggingunni er nýr aðalinngangur, fjölnotasalur sem getur meðal annars verið fyrirlestrar- eða kvikmyndasalur, kennslustofa, fundarherbergi og skrifstofa, en í stærsta hluta nýbyggingar er sýningarsalur þar sem sett hefur verið upp glæsileg og fjölbreytt sýning um sögu Þingvalla og náttúru. Eldri hluti gestastofunnar var endurinnréttaður og er þar nú veitingasala og lítil verslun.

JT Verk hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum
fyrir ýmsa aðila

2018 - 2021

Hótel Reykjavík

Verkefni: Nýbygging 
Hlutverk: Framkvæmdaráðgjöf
2018 - 2022

Nónhæð

Verkefni: Bygging á 140 íbúðum
Hlutverk: Byggingarstjórnun og verkefnastjórnun
2018 - 2020

Sléttuvegur

Verkefni: Nýbygging
Hlutverk: Verkefnastjórnun innivinna
2019 - 2020

Gerplustræti 7-11

Verkefni:Nybygging á 25 íbúðum
Hlutverk: Byggingarstjórnun og verkefnastjórnun
2019

Bolafótur

Verkefni: Endurgerð á verslunarhúsnæði
Hlutverk: Byggingarstjórnun og verkefnastjórnun
2019 - 2021

Baðlón

Verkefni: Þróun og nýbygging á baðlóni á Kársnesi
Hlutverk:Byggingarstjórnun, Hönnunarstjórnun, Verkefnastjórnun
2019-2020

Borgartún 30, Kennarasambandið

Verkefni: Endurgerð á skrifstofuhúsnæði
Hlutverk: Verkefnastjórnun
2019

Smiðjuvegur 68-72

Verkefni:Endurgerð á verslunarhúsnæði
Hlutverk: Byggingarstjórnun, Verkefnastjórnun
2018-2020

Veitur ohf.

Verkefni:Innleiðing á aðferðafræði straumlínustjórnunar (LEAN)
Hlutverk: Ráðgjöf
2019

NLSH ohf. (Nýr landspítali)

Verkefni: Innleiðing á verkefnastjórnunarvéf
Hlutverk: Ráðgjöf
2018

Bandaríska Sendiráðið

Verkefni: Endurgerð á skrifstofuhúsnæði
Hlutverk:Framkvæmdaráðgjöf (Tæknileg aðstoð við verktaka)
Share by: